Um okkur

Centro hefur þjónað viðskiptavinum í nær 30 ár, eða frá byrjun desember árið 1992, í Hafnarstræti 97 á Akureyri. Verslunin er fjölskyldufyrirtæki og eigendur eru þeir sömu frá upphafi.  Alla tíð hefur verið lögð áhersla á persónulega þjónustu og að bjóða fjölbreytt úrval af fatnaði, skóm og fylgihlutum. Í fjölda ára var boðið upp á vörur fyrir konur og karla, en síðustu árin hefur Centro nær eingöngu boðið upp á kvenfatnað og fylgihluti. Meginmarkmiðið er að bjóða vandaðan fatnað, í góðum stærðum, fyrir dömur á öllum aldri, á sanngjörnu verði.
Við erum staðsett í hjarta miðbæjarins á Akureyri.