Skilmálar

Um okkur

Centro er kvenfataverslun sem sérhæfir sig í fatnaði, skóm og fylgihlutum. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval fyrir konur á öllum aldri, í góðum stærðum, á sanngjörnu verði.

Verð

Öll verð sem gefin eru upp í vefverslunni eru með virðisaukaskatti.

Afgreiðsla pantana

Hægt er að greiða fyrir pöntun með VISA og MASTERCARD í greiðslugátt SaltPay, með millifærslu í heimabanka eða með greiðsluþjónustu Netgíró.

Hægt er að sækja vöru í verslun okkar í Hafnarstræti 97 á auglýstum opnunartíma. 

Centro.is áskilur sér rétt á að hætta við pantanir, þar með talið, en þó ekki tæmandi talið, vegna rangra verðupplýsinga, skekkju í birgðarstöðu eða annara atvika. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis. Ef ekki hefur verið greitt fyrir pöntun innan 48 tíma frá því að pantað var fellur pöntunin niður og varan/vörurnar verða settar aftur í sölu.

 Sendingarskilmálar

Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun og sendar á pósthús alla virka daga. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Það má lesa um þá hér: http://www.postur.is   

Sendingarkostnaður

Frí póstsending ef verslað er fyrir 12.000 kr eða meira annars er sendingarkostnaður 1.000 kr. þegar sent er á Pósthús eða í Póstbox og heimsendingarkostnaður 1.500 kr.

Að skila og skipta vöru

Skilafrestur á vörum keyptum í vefverslun er 30 dagar frá því að varan berst kaupanda. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu ástandi með áföstum merkimiða. Tilkynna skal um vöruskil á sala@centro.is eða í gegnum skilaboð á Facebook síðu okkar, nema valið sé að skila beint í verslun. Sé vöru skilað innan 14 daga fæst full endurgreiðsla, að öðrum kosti fæst inneignarnóta. Ef vöru er skilað í gegnum póstsendingu ber kaupandi allan kostnað af flutningsgjöldum.
Útsöluvörum er ekki hægt að skila en fæst skipt fyrir aðra útsöluvöru á meðan útsölu stendur.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. 

Lög um varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Verslunarinnar Centro á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá Héraðsdómi Norðurlands Eystra.

 

Centro.is er rekið af Centro (Bravo ehf)
Netfang: sala@centro.is
Símanúmer: 461-2747
Reikningsnúmer: 0565-26-83
Kennitala: 691298-2999